Birkir Þór Stefánsson og Sigríður Drífa Þóróflsdóttir, bændur í Tröllatungu á Ströndum, hlupu 10 km ásamt tveimur börnum sínum á laugardaginn. Birkir skellti sér síðan í maraþonið daginn eftir og varð annar Íslendinga á eftir Stefáni Gíslasyni í Borgarnesi. Ljósm. Torfi Bergsson.

Tóku þátt í Tallin maraþoninu

Tallin maraþonið var hlaupið sunnudaginn 8. september í höfuðborg Eistlands. 17 Íslendingar voru skráðir til keppni, þar af fjórir úr hlaupahópnum Flandra í Borgarnesi; Stefán Gíslason, Gunnar Viðar Gunnarsson, Ingveldur Ingibergsdóttir og Hjalti Rósinkrans Benediktsson, en Hjalti tók reyndar ekki þátt í hlaupinu. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, hafði einnig skráð sig til leiks en tók ekki þátt.

Fór svo að Stefán Gíslason kom í mark fyrstur Íslendinga á 3:29:41 og skilaði það honum 445. sæti af öllum keppendum. Birkir Þór Stefánsson, bóndi í Tröllatungu á Ströndum, varð annar Íslendinganna aðeins 15 sekúndum á eftir Stefáni. Birkir hljóp reyndar 10 km daginn áður ásamt Sigríði Drífu Þórólfsdóttur og tveimur börnum þeirra, svona rétt til að hita sig upp fyrir maraþonið. Þriðji Íslendinga var Sigurður H Sigurðarson á 3:30:48, en hann hleypur fyrir ÍR. Gunnar Viðar endaði í 8. sæti af Íslendingunum og 724. sæti allra hlaupara og Ingveldur Ingibergsdóttir varð 9. af Íslendingunum en 731. af öllum hlaupurum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir