Rætt um framtíð Þríhyrningsins

Nýverið bauð Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grundarfjarðarbæjar til óformlegs spjallfundar um útivistarsvæðið í Þríhyrningi sem er opið svæði sem afmarkast af Grundargötu, Borgarbrautar og Hlíðarvegs í Grundarfirði. Ágætis mæting var á fundinn og voru menn sammála um að bæta svæðið svo að það myndi nýtast bæjarbúum sem best. Hugmyndir eru uppi um að nýta svæðið fyrir grunn- og leikskóla bæjarins með útikennslusvæði. Einnig eru hugmyndir um einhverskonar afþreyingu á svæðið eins og leiktæki, minigolf og annað þess háttar. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu á þessum græna reit.

Líkar þetta

Fleiri fréttir