Einn látinn eftir árekstur á Borgarfjarðarbraut

Farþegi annarrar bifreiðarinnar sem lenti í hörðum árekstri á Borgarfjarðarbraut í gær er látinn. Hinn látni var erlendur ferðamaður á ferð um landið. Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu Lögreglunnar á Vesturlandi.

Slysið varð rétt fyrir klukkan 11:00 í gærdag við Grjóteyri í Borgarfirði. Þrír voru í öðrum bílnum og en ökumaður einn í hinum. Borgarfjarðarbraut var lokuð í nokkrar klukkustundir vegna slyssins. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir