Katrín Jóna í málaragallanum.

Vinnur sem bílamálari fyrir sportbílaframleiðandann McLaren

Katrín Jóna Ólafsdóttir er uppalin í Stykkishólmi en flutti á Akranes þegar hún var í fimmta bekk grunnskóla. Eftir nám þar fór hún í Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem hún fór á félagsfræðibraut en fann fljótlega að bóknám ætti ekki við hana. „Ég skoðaði þá iðnnám og ætlaði að fara í vélvirkjun og tók grunninn fyrir það á Akranesi. Mér fannst það ekki henta mér heldur svo ég fór í bílamálun í Borgarholtsskóla,“ segir Katrín Jóna sem er í dag með sveinspróf í bílamálun og vinnur hjá McLaren á Englandi. Hjá McLaren eru, eins og bílaáhugafólk þekkir, framleiddir sportbílar. Aðspurð segist hún þó ekki alltaf hafa haft áhuga á bílum. „Áhuginn kom eiginlega ekki fyrr en ég var að verða 17 ára en fyrir það hafði ég eiginlega ekkert spáð í bílum,“ segir hún og hlær.

Nánar er rætt við Katrínu Jónu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir