Tæknin mun breyta flestum störfum en skapa ný tækifæri

Síðastliðinn fimmtudag fór fram áhugaverð ráðstefna samtímis á sex stöðum á landinu. Til umfjöllunar voru tækifæri og áskoranir sem hinar dreifðu byggðir landsins standa frammi fyrir samhliða því sem kallað er fjórða iðnbyltingin. Ekki var um venjulega málstofa að ræða því samtímis fór hún fram með dagskrá á sex stöðum og auk þess send út á netinu. Hér á Vesturlandi var fundað í húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar í Borgarnesi, en auk þess á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi. Málstofan var skipulögð af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og landshlutasamtökum sveitarfélaga í samvinnu við Byggðastofnun. Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson ávörpuðu ráðstefnugesti.

Megininntak málþingsins eru þau tækifæri sem liggja í fjórðu iðnbyltingunni fyrir dreifðar byggðir. „Að hugsa til framtíðar gefur tækifæri á að takast á við breytingar, dagurinn í dag er nýtt upphaf. Þéttbýlisstaðir og borgir víðs vegar um heiminn eru uppteknir af því að þróa það sem nefnt er snjallar lausnir, oftast í tengslum við stafræna þróun. Oft er um að ræða aukna sjálfvirkni og að innleiða nýjungar sem eru skilvirkari í tengslum við atvinnuþróun, menntun, heilbrigðismál eða annað. Tækifærin eru ekki síður við þróun dreifðra byggða. Hvernig getum við hagnýtt þessa þróun fyrir dreifðari byggðir,“ var meðal þess sem rætt var um. „Með fjórðu iðnbyltingunni skapast tækifæri fyrir dreifðar byggðir fyrir aukna þjónustu og ný störf en um leið njóta allra þeirra lífsgæða sem búseta í dreifðum byggðum hefur í för með sér.“ Ellefu manns héldu erindi og yrði of langt mál að gera öllum erindum skil. Hér verður því stiklað á stóru.

Ítarlega er fjallað um erindi vegna fjórðu iðnbyltingarinnar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir