Smalar geta átt von á rigningu og roki á morgun

Veðurstofan spáir vaxandi auslægri átt í nótt með rigningu um allt land. Fremur óhagstætt veður verður fyrir bændur og búalið sem víða eru upp til fjalla og heiða við smalamennskur fyrir réttir næstu daga. Spáð er 10-20 m/s vindi í fyrramálið og talsverðri rigningu um tíma sunnan- og suðaustanlands. Norðlægari þegar líður á daginn og bætir í úrkomu fyrir norðan og um vestanvert landið. Vind lægir annað kvöld og styttir upp um landið sunnan- og vestanvert. Um tíma á morgun laugardag má búast við talsverðri úrkomu og hvassviðri um vestanvert landið. Meðfylgjandi er úrkomuspá fyrir hádegið á morgun, laugardag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir