Skagaleikflokkurinn setur upp Litlu hryllingsbúðina

Skagaleikflokkurinn stefnir að því að færa söngleikinn Litlu hryllingsbúðina á fjalirnar í haust. Boðað hefur verið til áheyrnaprufa og kynningarfundar á morgun, laugardaginn 14. september í húsnæði Sementsverksmiðjunnar við Mánabraut.

Þar mun Valgeir Skagfjörð, leikstjóri verksins, kynna verkefnið og stýra áheyrnarprufum. Þar geta söngelskir og leikþyrstir látið ljós sitt skína og reynt að hreppa hlutverk í þessum heimsfræga rokksöngleik eftir Alan Menken og Howard Ashman.

Skagaleikflokkurinn hvetur áhugasama 16 ára og eldri til að skrá sig með því að senda leikflokknum skilaboð á Facebook messenger eða láta sjá sig á laugardaginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir