Nýr skjár á Akranesvelli

Nýr upplýsingaskjár verður vígður á Akranesvelli í dag. Um er að ræða 144,5 tommu LED skjá sem leysir af hólmi gömlu skortöfluna og leikklukkuna sem áður var á sama stað.

Nýi skjárinn mun upplýsa áhorfendur um stöðu knattspyrnuleikja og hvað leiktímanum líður, en honum fylgja einnig fleiri notkunarmöguleikar. Hægt verður að sýna þar myndir af leikmönnum, sýna hver skoraði og innáskiptingar, auk þess að spila auglýsingar og fleira.

Nýi skjárinn verður formlega vígður þegar Skagakonur mæta Aftureldingu í Inkasso deild kvenna í knattspyrnu klukkan 17:15 í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir