
Fengu dekk af flutningabíl framan á bíl sinn
Óhapp varð á veginum á móts við Höfn í Melasveit í dag. Hjól losnaði undan flutningabíl með þeim afleiðingum að það lenti af miklum þunga framan á litlum fólksbíl. Fólksbíllinn lenti utan vegar og er gjörónýtur. Mildi þykir að fólkið í bílnum slapp ómeitt frá þessu óheppi, en var að vonum talsvert skelkað. Meðfylgjandi mynd tók Stefán Guðmundsson úr Ólafsvík, sem varð vitni að óhappinu, og birti á Facebook síðu sinni. „Þökk sé öryggisbeltum og loftpúðum þá gekk unga fólkið í bílnum óslasað út, en í miklu sjokki,“ skrifar Stefán.