Taka undir áskorun til stjórnvalda vegna raforkuverðs

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi tekur heilshugar undir áskorun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til ríkisstjórnar Íslands um stefnubreytingu í málefnum orkukræfs iðnaðar. Í áskoruninni kemur fram að rekstrarumhverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hefur versnað til muna vegna mikilla verðhækkana á raforku. „Þær hækkanir geta haft afar slæm áhrif á starfsemi orkukræfs iðnaðar á Vesturlandi, en hann er ein af undirstöðuatvinnugreinum landshlutans. Því áréttar stjórn SSV mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld endurskoði núverandi stefnu í málefnum orkukræfs iðnaðar og setji Landsvirkjun eigendastefnu,“ segir í ályktun sem stjórn SSV samþykkti á fundi nýverið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir