Sökkuleiningum komið fyrir. Ljósm. Skessuhorn/ Josefina Morell.

Sökklar undir nýjan leikskóla

Búið er að jarðvegsskipta á lóð undir nýjan leikskóla Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Í húsinu verða einnig skrifstofur fyrir starfsfólk leikskólans og grunnskólans. Í vikunni var unnið við að koma sökklum fyrir á lóðinni. Næsti verkhluti er steypa á plötu áður en reistar verða forsteyptar einingar. Byggingaverktaki er Eiríkur J Ingólfsson. Nýr leikskóli verður fluttur frá Grímsstöðum að Kleppjárnsreykjum fyrir upphaf skólaárs haustið 2020.

Líkar þetta

Fleiri fréttir