Varðskipin Týr og Þór við æfingar á Faxaflóa út af Akranesi ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ljósm. Andrea Þ. Björnsdóttir.

Samæfing gæslunnar á Faxaflóa

Íbúar í nágrenni Akraness hafa í dag orðið varir við þyrlu Landhelgisgæslunnar á flugi við bæinn sem og varðskip Landhelgisgæslunnar á Faxaflóa, skammt út af Akranesi.

Þar hafa áhafnir beggja varðskipanna, Týs og Þórs, verið við æfingar ásamt þyrlu gæslunnar. Æfingin í dag fólst m.a. í því að líkt var eftir leit að týndum kajakræðara, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Af þeim sökum urðu margir íbúar þess varir þegar þyrlan flaug lágt meðfram strandlengjunni í nágrenni bæjarins.

Æfing þessi tengist ekki alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga, eins og áður var sagt hér á vefnum. Leiðréttist það hér með og er beðist velvirðingar á þeim mistökum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Spíttbústaður

Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigður út til skamms... Lesa meira