Helga Rósa í verslun KB við Egilsholt í Borgarnesi. Ljósm. glh.

Helga Rósa er nýr verslunarstjóri KB

Í byrjun júlímánaðar tók Helga Rósa Pálsdóttir til starfa sem nýr verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga við Egilsgötu í Borgarnesi. Helga Rósa er fædd í Reykjavík en ólst upp frá átta ára aldri í Neskaupstað þar sem hún bjó til ársins 2009 þegar hún flutti í Skagafjörðinn og fór til náms við Háskólann á Hólum. Eftir nám fékk hún starf hjá Kaupfélagi Skagfirðingar í versluninni Eyrinni, við landbúnaðardeild, þar sem hún var í sex ár. Hún fór síðastliðið haust í nám við Háskólann á Bifröst í háskólagátt með áherslu á verslun og þjónustu. „Ég hef gert ansi mikið í gegnum tíðina en síðasta starfið mitt í Neskaupstað áður en ég flutti í Skagafjörðinn var hjá Fjarðabyggð við þjónutuíbúðir fatlaðra. Ég hef einnig tekið að mér reiðkennslu og tamningar hrossa,“ segir Helga Rósa þegar Skessuhorn heyrði í henni.

Nánar er rætt við hana í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir