Brauðsjálfsalinn. Ljósm. sá

Brauð í sjálfsölu

Bakaríið Nesbrauð við Nesveg 1 í Stykkishólmi hefur tekið upp á nýjung í þjónustu. Eftir að afgreiðslu lýkur í bakaríinu síðdegis getur fólk nú nálgast brauð og bakkelsi sem bakað er að morgni. Vörunum er komið fyrir í gömlum símaklefa sem staðsettur er úti á bílastæði.

Einingin er seld á 500 krónur og skilur fólk einfaldlega peninginn eftir í þar til gerðum peningakassa þegar það hefur valið sér brauð. Þekkt er að til dæmis að grænmeti, jarðarber og fleira sé selt í sjálfsafgreiðslu með þessu móti, en mun vera um nýjung að ræða í rekstri bakaría.

Líkar þetta

Fleiri fréttir