Hringgerðið í Þverárrétt. Ljósm. Grétar Þór Reynisson.

Hringgerði sett í miðjan almenninginn

Næstkomandi mánudag verður réttað fé af Holtavörðuheiði og Tvídægru í Þverárrétt í Borgarfirði, fjárflestu rétt landsins. Fyrr í vikunni var komið fyrir nýju mannvirki í hinni tæplega 60 ára gömlu rétt, eða hringgerði í miðju almenningsins. Kallað hefur verið eftir þessari framkvæmd, en hringgerði sem þetta á að fá féð til að renna betur um almenninginn og færast þá nær fólkinu sem dregur það í dilka. Hvernig það reynist mun hins vegar koma í ljós á mánudag. Að sögn Grétars Þórs Reynissonar bónda og réttarstjóra var við hönnun mannvirkisins tekið mið af reynslu bænda víða á landinu af sambærilegum framkvæmdum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir