Neyðarhnappar styrkhæfir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á reglugerð um styrki vegna hjálpartækja sem tryggir íbúum í leiguíbúðum á vegum sveitarfélaga sama rétt til greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna kaupa á neyðarhnappi og aðrir. Með reglugerðarbreytingunni er brugðist við áliti umboðsmanns Alþingis. Álitið fjallaði um kvörtun einstaklings sem var leigjandi í íbúð sveitarfélags og var synjað um styrk til kaupa á neyðarhnappi á þeirri forsendu að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna neyðarhnappa næði ekki til íbúða á vegum sveitarfélaga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir