
Miðstigsleikar grunnskóla á Vesturlandi
Skólaíþróttamótið Miðstigsleikar voru haldnir í Borgarnesi í síðuastu viku. Mótið er haldið í skólabyrjun ár hvert og hefur þannig verið undanfarin í 13 ár. Á mótinu kepptu nemendur frá sex skólum; Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Heiðarskóla, Auðarskóla, Reykhólaskóla og Laugargerðisskóla. Í ár voru um 200 nemendur sem tóku þátt í einni eða fleiri greinum.
Á mótinu keppa nemendur á miðstigi. Tíu til tólf ára keppa þar í langstökki, kúluvarpi, 60 m hlaupi og 600 metra hlaupi. Síðustu ár hefur einnig verið keppt í fótbolta og fyrirkomulagið þannig að á meðan strákar keppa í fótbolta þá keppa stúlkur í frjálsíþróttum og svo öfugt.