Þetta er kannski ekki ákjósanlegur staður fyrir trampólín. Ljósm. tfk.

Fyrsta haustlægðin yfirstaðin

Eftir langvarandi veðurblíðu í allt sumar um mestallt land kom loks að því að haustlægðirnar færu á kreik. Aðfararnótt laugardagsins 7. september blés hressilega að sunnan í Grundarfirði eins og víða annarsstaðar. Engar stórvægilegar skemmdir urðu fyrir utan að eitt lítið tré þoldi ekki álagið og eitt eða tvö trampólín hófu sig til flugs og fundu sér nýjan stað til að hvíla á.

Varðandi þessa haustlægð sem gekk yfir með stormi aðfararnótt laugardags, kom spaugilegt atvik upp í einu bæjarfélaginu. Ung kona hafði sofið veðrið af sér og auglýsti svo á íbúasíðu á Facebook morguninn eftir: „Það hefur einhver stolið trampólíninu úr garðinum okkar. Sá einhver til þjófanna?“

Líkar þetta

Fleiri fréttir