Mikil rigning er nú víðast hvar um vestanvert landið. Ljósm. úr safni.

Úrkomusamt og hvasst í morgun

Í morgun gerði hvassa suðvestanátt um vestanvert landið. Eitthvað var um að lausir munir tækju á rás á Akranesi og þar voru björgunarfélagsmenn kallaðir út í morgun að beiðni lögreglu. Þakplötur voru þá farnar að losna á húsi við Sandabraut. Veður hefur nú gengið niður en úrhellisrigning tekið við. Veðurspá gerir ráð fyrir að úrkomubakkinn gangi austur yfir þegar líða tekur á daginn og undir kvöld verði orðið þurrt um vestanvert landið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir