Nýr og stærri útsýnispallur við Gatklettinn á Arnarstapa er tilbúinn. Ljósm. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.

Útsýnispallur tilbúinn við Gatklettinn á Arnarstapa

Á síðasta ári fékk Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull úthlutað peningum úr Innviðaáætlun ríkisstjórnarinnar til uppbyggingu á fjölmörgum ferðamannastöðum. Meðal þeirra framkvæmda sem farið var í fyrir fjármagnið sem fékkst var endurnýjun á útsýnispalli við Gatklett á Arnarstapa, en þar er gríðarlegur fjöldi ferðamanna sem kemur á ári hverju. Byggingaverktakinn Kvistfell sá um verkið og var nýr og stærri útsýnispallur tilbúinn á miðvikudaginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir