Moli þjálfari er hér að impra á reglunum tveimur við yngstu iðkendurnar á Grundarfjarðarvelli. Ljósm. tfk.

KSÍ á ferð um landið

Síðastliðinn fimmtudag voru þjálfarar frá Knattspyrnusambandi Íslands á ferðinni um Snæfellsnes. Þar var um að ræða grasrótarverkefni KSÍ; Komdu í fótbolta, sem er í umsjón Siguróla Kristjánssonar. Krakkarnir voru hvattir til að stunda knattspyrnu með áherslu á að fótbolti á að vera skemmtilegur. Siguróli þjálfari var aðeins með tvær reglur á æfingunni en þær voru í fyrsta lagi að hafa gaman og í öðru lagi að það er leyfilegt að gera mistök. Frábær mæting var á æfingarnar og vonandi hefur þetta eflt knattpyrnuáhuga á þessum stöðum. Krakkarnir voru svo leystir út með glaðningi að æfingu lokinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir