Hörð keppni í gangi. Ljósm. Oddný Kristín Guðmundsdóttir.

Haustleikar sem snérust um að hafa gaman

Haustleikar Umf. Íslendings voru haldnir í blíðskaparveðri á Hvanneyri á sunnudaginn. Þar komu saman afar, ömmur, foreldrar og börn og öttu kappi í ýmsum greinum en keppt var í pokahlaupi, hjólböruleikni, stígvélakasti með óhefðbundinni aðferð og fótbolta. Keppnin snérist fyrst og fremst um gleði. „Það var ekkert aðalatriði að kasta lengst eða vera fyrstur heldur fengu allir jafn mikið klapp og þetta snérist bara um að hafa gaman,“ segir Borgar Páll Bragason í samtali við Skessuhorn. „Stemningin var virkilega góð og að keppni lokinni voru grillaðar pylsur og haldið áfram að hafa gaman. Svo fóru allir glaðir heim,“ bætir hann við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir