Boðar fyrirlestur um fuglaljósmyndun

Sigurjón Einarsson ljósmyndari heldur fyrirlestur í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 19.30 fimmtudaginn 12. september. Fyrirlesturinn verður um fugla í borgfirskri náttúru þar sem fjallað verður um helstu fugla sem finna má í héraði og ljósmyndir af þeim sýndar um leið. Vistgerðir í Borgarfirði er margar og því breiða fuglafánu þar að finna.

Sigurjón starfar sem náttúrufræðingur hjá Landgræðslunni, með mikinn áhuga á fuglum. Hann er upprunninn í Hafnarfirði en hefur undanfarna tvo áratugi verið búsettur í Borgarfirði. Sigurjón er góður ljósmyndari og hefur áður unnið ýmis verkefni fyrir Safnahúsið. Hann á t.d. ljósmyndir á sýningunni Ævintýri fuglanna og var með sýningu í Hallsteinssal fyrir nokkrum árum þar sem hann sýndi ljósmyndir frá störfum refaveiðimanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir