Umferðarlagabrot af ýmsum toga

Nokkuð var um umferðarlagabrot í liðinni viku á Vesturlandi. Reglulega hafa ökumenn verið stöðvaðir af lögreglu fyrir að nota síma við akstur en fyrir slík brot er sektin 40 þús. krónur en ef borgað er strax eru það 30 þús. krónur. Á fimmtudaginn var einn ökumaður kærður fyrir að aka á bíl með tveimur nagladekkjum að framan en vissulega er ekki tími fyrir nagladekk núna. Sektin fyrir það er 20 þús. krónur á hvort dekk. Einn ökumaður var handtekinn á fimmtudaginn grunaður um ölvun við akstur við Hraunfossa í Borgarfirði. Á laugardaginn var ökumaður stöðvaður án ökuréttinda en sá hafði aldrei haft ökuréttindi. Sama dag var bíll stöðvaður með tvo farþega í skottinu og fyrir það fékk viðkomandi ökumaður 40 þús. króna sekt. Einnig var ökumaður stöðvaður fyrir að aka með ljóslausa kerru en fyrir það er 20 þús. króna sekt sem hægt er að lækka niður í 15 þús. krónur sé borgað strax.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira