OPUS lögmenn hafa opnað skrifstofu í Borgarnesi

OPUS lögmenn hafa nú opnað nýja skrifstofu að Borgarbraut 61 í Borgarnesi. Stofan hefur verið með skrifstofu í Borgarnesi síðan í ágúst 2017 og hefur Flosi H. Sigurðsson boðið upp á alla almenna lögfræðiþjónustu á svæðinu. Flosi er einn af fjórum eigendum OPUS lögmanna. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2010 og fyrir Landsrétti árið 2018. Flosi hefur mikla reynslu af lögmannsstörfum en sérsvið hans eru stjórnsýsluréttur, refsiréttur, skiptastjórn og sifja- og erfðaréttur, auk þess sem hann hefur mikla reynslu af málflutningi fyrir dómi og lögfræðilegri skjalagerð. Til liðs við öflugt starfslið stofunnar hefur gengið Lilja Björg Ágústsdóttir lögmaður, sem einnig er búsett í Borgarbyggð. Lilja lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2017 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2018. Sérsvið Lilju eru sakamál, félaga- og fyrirtækjaréttur, skaðabótaréttur, eignarréttur og mannréttindi.

OPUS lögmenn er öflug lögmannsstofa sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum áreiðanlega og persónulega þjónustu. Lögmenn stofunnar hafa umfangsmikla þekkingu og reynslu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar. Markmiðið með rekstri skrifstofu OPUS lögmanna í Borgarnesi er að bjóða Vestlendingum upp á enn persónulegri og aðgengilegri þjónustu. Stofan veitir einstaklingum, jafnt sem fyrirtækjum og stofnunum, alhliða lögfræðiþjónustu þar sem fagmennska er höfð að leiðarljósi. Hægt er að panta viðtal við lögmenn stofunnar í Borgarnesi á netföngin flosi@opus.is eða lilja@opus.is eða hringja í síma 415 – 2200. Rétt er að geta þess að fyrsta viðtal, ráðgjöf og könnun á réttarstöðu er án endurgjalds.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir