Nýnasistar breiða út boðskap sinn

Litlir hópar fólks frá Nýnasistasamtökunum Norðurvígi hafa í dag gert sig sýnilega á nokkrum stöðum um suðvestanvert landið. Reykvískir fréttamiðlar greina frá því að þeir hafi verið á Lækjartorgi í dag. Þá voru þeir sömuleiðis á ferð á Akranesi síðdegis og í Borgarnesi. Hópar fólks með fána með merki Norrænu mótstöðuhreyfingunni stilltu sér upp við innganga í verslanamiðstöðvar, við litla hrifningu almennings og verslanaeigenda. Þá hafa þeir einnig farið um íbúðahverfi m.a. á Akranesi og dreift áróðri og límt miða á ljósastaura. Um er að ræða regnhlífasamtök nýnasistahreyfinga á Norðurlöndum, félagasamtök sem varað er sterklega við sem hryðjuverkasamtök. Meðfylgjandi mynd tók Hafþór Páls og deildi á íbúasíðu Akurnesinga á Facebook.

Líkar þetta

Fleiri fréttir