Dæluskipið Sóley að störfum við Grundarfjarðarhöfn. Ljósm. tfk.

Lenging hafnargarðs auglýst í útboði í næstu viku

Í lok næstu viku verður auglýst útboð í Grundarfirði þar sem boðið verður út stálþil, fylling og grjótvörn vegna lengingar Norðurgarðs í Grundarfjarðarhöfn. Um er að ræða 130 metra lengingu hafnargarðsins og gert ráð fyrir tíu metra dýpi á stórstraumsfjöru. Reka þarf niður 190 metra stálþil og er stálið sem þarf til verksins 660 tonn að þyngd. Fylling og grjótvörn verður um sextíu þúsund rúmmetrar. Eins og fram kom í síðasta tölublaði hefur að undanförnu verið unnið við dælingu á fyllingu undir hinn nýja garð, en það var dæluskipið Sóley sem kom í fjörðinn og lauk verkinu í lok síðustu viku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir