Kallhamrar, væntanlegt athafnasvæði Acardian Seaplants Ltd. er suðvestan við flugvöllinn í Stykkishólmi. Ljósm. Skessuhorn/sá.

Kanadískt fyrirtæki valið til uppbyggingar þangverksmiðju í Stykkishólmi

Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við kanadíska fyrirtækið Acardian Seaplants Ltd. um uppbyggingu rannsókna,- vinnslu- og afurðamiðstöðvar þangs í Stykkishólmi. Er sú niðurstaða í samræmi við niðurstöðu ráðgjafarnefndar sem fjallaði um málið. Acadian Seaplants Limited hefur 38 ára reynslu af sjálfbærri þangtekju og þörungavinnslu í Kanada. Fóru fulltrúar Stykkishólmsbæjar utan í júní og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins. Acadian Seaplants hyggst stofna íslenskt dótturfyrirtæki til þess að þróa alhliða miðstöð þörungavinnslu í suðurhluta Breiðafjarðar með aðsetur í Stykkishólmi. Fyrirtækið vinnur mest með klóþang en einnig með þang af ættkvíslinni Fucus, til dæmis bóluþang, auk þara. Einnig ræktar fyrirtækið í stórum stíl fyrir Japansmarkað fjörugras (Chondrus crispus) í stórum kerjum á landi. Fyrirtækið notar þangið til framleiðslu efna sem hafa hvetjandi áhrif á vöxt ávaxta- og grænmetis.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir