Fíkniefni fundust úti á götu

Fíkniefni fundust í poka á götu á Akranesi síðastliðinn mánudag. Sá sem fann efnin tilkynnti það til lögreglu. Forprófun sem lögreglan gerði gaf til kynna að um væri að ræða kókaín og er málið nú til rannsóknar.

Lögreglan á Vesturlandi vill koma því til skila að finni fólk eitthvað sem gæti verið fíkniefni er best að hafa strax samband við lögreglu og fá hana á staðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir