
Upplýsingagáttin Work in Iceland
Work in Iceland er nýr upplýsingavefur á ensku sem hefur það að markmiði að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað til búsetu og vinnu, en ekki síst til að laða útlendinga til Íslands í sérfræði- og hátæknistörf. Á vefnum er meðal annars að finna upplýsingar um ferlið við að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi, tryggingar og skattamál. Work in Iceland mun einnig efla og styðja við markaðssetningu á Íslandi sem ákjósanlegum og eftirsóknarverðum stað í þeim tilgangi að laða fólk með sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum til landsins. Vefurinn er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Samtaka iðnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Slóðin á vefinn er: https://work.iceland.is/