Horft yfir mannvirkin og vitann á Malarrifi. Nýju bílastæðin í forgrunni. Ljósm. Snæfellsbær.

Rúmgóð bílastæði tekin í notkun á Malarrifi

Á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls hefur í sumar verið unnið við stækkun og endurbætur bílastæða við Gestastofuna á Malarrifi. Verkinu er nú lokið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og búið að mála línur fyrir bílastæði. Verkefni þetta hlaut meðal annars styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Umferð á fjölfarna ferðamannastaði og náttúrperslur á Snæfellsnesi hefur aukist gríðarlega í sumar. Til marks um gestafjöldann var met slegið í komu ferðamanna í Gestastofuna á Malarrifi á mánudegi einum síðla í júlí, þegar 1.353 gestir voru taldir sama daginn. Þessi framkvæmd var því orðin verulega aðkallandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira