
Rúmgóð bílastæði tekin í notkun á Malarrifi
Á vegum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls hefur í sumar verið unnið við stækkun og endurbætur bílastæða við Gestastofuna á Malarrifi. Verkinu er nú lokið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og búið að mála línur fyrir bílastæði. Verkefni þetta hlaut meðal annars styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Umferð á fjölfarna ferðamannastaði og náttúrperslur á Snæfellsnesi hefur aukist gríðarlega í sumar. Til marks um gestafjöldann var met slegið í komu ferðamanna í Gestastofuna á Malarrifi á mánudegi einum síðla í júlí, þegar 1.353 gestir voru taldir sama daginn. Þessi framkvæmd var því orðin verulega aðkallandi.