Í útreiðatúr með Ingimar Sveinssyni

Síðastliðinn föstudag fór hópur fólks í reiðtúr, sem í sjálfu sér er ekki í frásögu færandi, nema þá fyrir þær sakir að farið var í heimsókn til Ingimars Sveinssonar hestamanns og fyrrum kennara sem lengi starfaði og bjó á Hvanneyri, en býr nú í Mosfellsbæ. Ingimar verður 92 ára í febrúar á næsta ári en lætur aldurinn ekki aftra sér frá að ríða út nánast daglega í sínu nánasta umhverfi. Hann er nú með sex hross á járnum. Það var hópur af Hvanneyringum og gömlum félögum sem sótti Ingimar heim. Kristín María dóttir Ingimars var einnig með í för og nokkrir vinir Ingimars auk ellfu Hvanneyringa. Í reiðtúrnum var Ingimar með tvo til reiðar og leiddi gestina um nágrenni Mosfellsbæjar, en riðið var inn Mosfellsdal og niður Skammadal og að lokum inn í Mosfellsbæ aftur. Skemmtileg leið í blíðskaparveðri og alls ekki að sjá að Ingimar sé kominn á tíræðisaldur.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir