Safnrekstur af Arnarvatnsheiði á leið til Fljótstunguréttar. Ljósm. Skessuhorn/mm

Fyrstu réttir á Vesturlandi verða um helgina

Bændur og búalið undirbýr nú fyrstu smalamennskur haustsins en fé verður rekið til fyrstu rétta á laugardaginn. Meðal annars verður þann dag réttað í Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Ljárskógarétt í Dölum og Tungurétt á Fellsströnd. Á sunnudaginn verður réttað beggja vegna Skarðsheiðar og Hafnarfjalls, en þar verður smalað á laugardaginn og réttað á sunnudag í Hornsrétt, Svarthamarsrétt og Núparétt. Einnig verður réttað í Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðarhreppi á sunnudaginn.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir