Jón Hjartarson framan við rakarastofuna sína. Ljósm. mm.

„Ég hef aldrei haft það að markmiði að hætta að vinna“

Það fer ekki mikið fyrir húsinu að Kirkjubraut 30 á Akranesi. Þetta er eitt af þessum vinalegu gömlu húsum í miðbæ Akraness sem setja snotran svip á bæjarmyndina. Húsið stendur nærri Kirkjubrautinni á horninu þar sem beygt er inn í Merkigerði. Í þessu húsi hafa frá 1979 búið hjónin Brimrún Vilbergs og Jón Hjartarson.

Í kjallaranum rekur Jón rakarastofu sína Hárskerann. Jón stendur nú á tvennum tímamótum því á sunnudaginn verða rétt sjötíu ár frá því hann komst á samning hjá Geirlaugi Kristjáni Árnasyni hárskera og lærði til rakara. Síðar í september verður kappinn svo 85 ára.

Allt frá 1. september 1949 hefur Jón haft hendur í hári Skagamanna og raunar mikið fleiri því margir Borgfirðingar og Snæfellingar leggja leið sína til hans og hafa gert í ár og jafnvel áratugi. „Ég byrjaði fyrr en ég mátti, var ekki orðinn 15 ára og vantaði því í raun níu daga og eitt ár að mega fara á samning við sextán ára aldurinn eins og þá tíðkaðist. Í fyrstu var Geirlaugur með stofuna í gömlu Símstöðinni við Vesturgötu, þar sem Hinrik rakari, gamall lærlingur hjá mér, er enn með sína rakarastofu.“

Tekið er hús á Jóni rakara og Brimrúnu konu hans fyrir síðustu helgi. Rætt er um lífið og tilveruna og víða komið við. Reyndar finnst Jóni það ekkert sérlega merkilegt og alls ekki tilefni til viðtals að hafa starfað við hárskurð í sjö áratugi. Hann fellst þó á að spjalla, enda viðræðugóður maður.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir