Fá afnot af fyrrum frystihúsi til gærusöltunar

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í síðustu viku var lagt fram erindi frá Sláturhúsi Vesturlands ehf þar sem óskað var eftir af fá tímabundna aðstöðu til að salta gærur og húðir í gamla frystihúsinu í Brákarey. Byggðarráð hafði áður verið fylgjandi því að Sláturhús Vesturlands ehf fái umbeðna aðstöðu í gamla frystihúsinu í Brákarey undir þá starfsemi sem óskað er eftir. Umsjónarmanni fasteigna er falið að annast útfærslu erindisins og ganga frá samningi við forsvarsaðila sláturhússins um fyrirhuguð afnot af aðstöðu í gamla frystihúsinu í Brákarey. Verður sá samningur lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir