Íbúar í Grundarfirði voru 870 um mitt þetta ár. Ef tillagan verður samþykkt mun íbúafjöldi þar verða að fara yfir þúsund á næstu sjö árum svo ekki þurfi að koma til sameining við önnur sveitarfélög.

Þingsályktunartillaga sem gerir ráð fyrir fækkun sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. Er þetta í fyrsta sinn sem slík heildstæð stefna á vegum ríkisins er mótuð fyrir sveitarstjórnarstigið. Þar er meðal annars lagt til að stefnt verði að fækkun sveitarfélaga með því að setja mörk um að lágmarki 250 búi í hverju sveitarfélagi við kosningarnar 2022. Þrjú sveitarfélög á Vesturlandi eru nú með færri íbúa, þ.e. Skorrdalshreppur, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppur. Þá er að auki lagt til að þúsund íbúar verði að lágmarki í hverju sveitarfélagi í kosningum 2026. Þá bætast við sveitarfélögin Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð og Grundarfjarðarbær sem öll eru með innan við þúsund íbúa. Verði tillagan samþykkt mun sveitarfélögum á Vesturlandi því fækka um a.m.k. sex á næstu sjö árum og verði því hugsanlega fjögur árið 2026.

Sjá nánar umfjöllun um þingsályktunartillöguna í Skessuhorni vikunnar

Líkar þetta

Fleiri fréttir