Svefneyjar séð til vesturs. Ljósm. Mats Wibe Lund.

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim afleiðingum að flugmaðurinn missti stjórn á vélinni. Vélin fór fram af flugbrautinni og lenti ofan í fjöru þar sem hún steyptist fram fyrir sig og endaði á hvolfi.

Flugmaður og farþegi reyndust ómeiddir og komust út úr vélinni af sjálfsdáðum. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands var send út í Svefneyjar ásamt fulltrúa frá rannsóknanefnd samgönguslysa og lögreglumönnum frá Stykkishólmi. Mennirnir voru síðan fluttir til baka upp á land með þyrlunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir