Fadel er vinsæll meðal nemenda sinna. Tíundu bekkingar GSNB gerðu þessi skilti sem hanga uppi á vegg í sundlaug Ólafsvíkur. Ljósm. af.

„Ég lít á Ólafsvík sem heimili mitt“

Fadel A Fadel er borinn og barnfæddur Egypti. Í heimalandinu lauk hann sinni skólagöngu og útskrifaðist sem íþróttafræðingur á tíunda áratugnum. Hann býr nú í Ólafsvík ásamt Adam, fjórtán ára syni sínum, er er í fjarbúð því eiginkonan Nevin Amin býr og starfar í Katar. Eftir að hafa lokið námi höguðu tilviljanir því svo að hann fór til Íslands og eftir nokkur ár til Ólafsvíkur. „Ég flutti til Íslands árið 1996 vegna þess að frændi minn bjó þá hér á landi,“ segir Fadel þegar fréttaritari Skessuhorns settist niður með honum í spjall í liðinni viku. Á háskólaárum sínum var Fadel valinn í sundknattleikslandslið Egyptalands og tók m.a. þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992 og árið eftir fór hann á HM undir 20 ára.

Sjá ítarlegt viðtal við Fadel A Fadel í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir