Kórinn á söngferðalagi í Salzburg fyrr í sumar.

Kór Akraneskirkju á menningarnótt

Kór Akraneskirkju mun taka þátt í Sálmafossi á menningarnótt laugardaginn 24. ágúst í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Þar verður fjölbreytt tónlistardagskrá frá kl. 15 – 21 þar sem kórtónlist og orgeltónlist mun hljóma. Kórsöngur mun verða á heila tímanum og mun Kór Akraneskirkju syngja kl. 16 undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir