Frá vettvangi núna á sjötta tímanum í dag. Ljósm. kgk.

Eldur í fjölbýlishúsi á Akranesi

Núna á sjötta tímanum var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi við Kirkjubraut 12 á Akranesi.

Eldur hafði kviknað út frá gaskút við grill á lokuðum svölum á þriðju hæð í byggingunni. Sökum þess að svalirnar eru yfirbyggðar barst reykur inn í íbúðina svo þurfti að reykræsta hana.

Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig. Að sögn slökkviliðsmanns á vettvangi er talið að skemmdir af völdum reyks séu minniháttar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Spíttbústaður

Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigður út til skamms... Lesa meira