Arnarvarpið gekk sérlega vel við sunnanverðan Breiðafjörð

Arnarstofninn hefur stækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi eftir að hafa verið í bráðri útrýmingarhættu á fimmtíu ára tímabili frá 1920-1970. Á vef Náttúrustofu Vesturlands kemur fram að í ár komust fleiri arnarungar á legg en nokkru sinni og gekk arnarvarpið sérlega vel við sunnanverðan Breiðafjörð. Arnarstofninn er vaktaður af Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vesturlands og fuglaáhugafólki. Talið er að 87 óðöl arnar hafi verið í ábúð í sumar og telur stofninn nú um 300 fugla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir