2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Fréttir14.08.2019 12:01

Rauðberjalyng nemur land í Borgarfirði

06.02.2023 15:05

Grundarfjörður í undanúrslit í Krakkakvissi

Lesa meira

06.02.2023 14:24

Norðurá flæðir upp að þjóðvegi

Lesa meira

06.02.2023 13:01

Ráðherra heimsótti Erró á vinnustofu sína

Lesa meira

06.02.2023 11:58

Stífla í Norðurá

Lesa meira

06.02.2023 10:05

Éljagangur í dag og enn verra veður í fyrramálið

Lesa meira

06.02.2023 10:01

Aukið svigrúm við endurgreiðslur stuðningslána

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Rauðberjalyng er fremur sjaldgæf jurt hér á landi, en fram til þessa hefur hún einkum sprottið um austanvert landið og í Öxarfirði. Þá hefur það fundist í Þrastarskógi og í furulundinum við Rauðavatn og gæti á báðum þeim stöðum verið aðflutt með skógrækt, að því er fram kemur í lýsingu Harðar Kristinssonar í Flóru Íslands. Rauðberjalyng hefur nú einnig numið land í Borgarfirði. Benedikt Sævarsson íbúi á Akranesi var nýverið í gönguferð í Munaðarnesi í Borgarfirði og sá þá lyng af þessari tegund. Það hefur einnig sést víðar m.a. ofar í Norðurárdal. Jurtin er mjög sjaldgæf á Íslandi, þótt hún sé með algengasta berjalynginu í Noregi og Svíþjóð og kallast ber hennar tyttebær. Jurtin er lágvaxinn runni, um 5–30 sentimetrar, með stinn, gulgræn blöð og hvít eða bleikleit blóm sem þroskast í rauð og safarík ber sem vel eru æt. Rauðberjalyng líkist nokkuð sortulyngi en blöðin eru oftast gulgrænni, ofurlítið tennt, þynnri en á sortulyngi og með niðurorpnum röndum.