Kvartettinn Umbra í Stykkishólmskirkju annað kvöld

Um nokkurra ára skeið hefur Listaháskóli Íslands sótt Stykkishólm heim með nemendur sína í tónlistardeildum. Nemendur dvelja þá um vikutíma í Stykkishólmi og samstarf og verkefni þvert á deildir. Afraksturinn er fjölbreytt tónleikahald í Stykkishólmi á meðan á verkefninu stendur auk þess sem nemendur og íbúar í Stykkishólmi gefst kostur á þátttöku í ýmsum smiðjum sem fram fara. Hefur verkefnið mælst mjög vel fyrir af heimamönnum og nemendum LHÍ.

Í einu slíku verkefni kviknaði hugmynd þátttakendanna Alexöndru Kjeld kontrabassaleikara, Arngerður Maríu Árnadóttur orgel og hörpuleikara, Guðbjargar Hlínar Guðmundsdóttur fiðluleikara og Lilju Dagggar Gunnarsdóttur söngvara að stofna tónlistarhóp þar sem ólíkar víddir hinnar fornu tónlistar eru kannaðar. Kvartettinn leit dagsins ljós árið 2014 og hefur flutt forna tónlist í eigin útsetningum hópsins og í spuna með þeirra eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ. Allar tónlistarkonurnar leika á fleiri en eitt hljóðfæri og/eða syngja. Það er því óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verði í fyrrirrúmi en kvartettinn leikur á tónleikum í Stykkishólmskirkju Á morgun, fimmtudaginn 15. ágúst, kl. 21. Efnisskráin samanstendur af miðaldatónlist Evrópu, þ.e. trúarlegri og veraldlegri tónlist frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu, ásamt þjóðlögum frá sömu málsvæðum. Um er að ræða einradda og fjölradda tónlist, sem er bæði sungin og leikin, og eru allar útsetningar í höndum hópsins.  Miðar eru seldir við innganginn og er miðaverð kr. 2000, enginn posi er á staðnum.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira