Glóð komst í einangrun

Slökkvilið Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar var kallað út eftir hádegi í dag. Glóð hafði komist í einangrun þegar verið var að logsjóða í húsnæði Bifreiðaþjónustu Snæfellsness og Rútuferða ehf. við Sólvelli 5 í Grundarfirði. Vegfarendi sá reyk leggja frá húsinu og gerði viðbragðsaðilum viðvart. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út en var aðstoð fljótlega afturkölluð þar sem eldur varð ekki laus og tókst strax að slökkva í glæðunum og afstýra tjóni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira