„Ég er mjög fræg, fólk horfir og bendir á mig út um allan bæ“

Þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til eftirlitskisunnar Bellu var hún nýkomin heim úr hefðbundinni eftirlitsferð um Akranes. Bella flutti til Líneyjar Hendrikku Harðardóttur og fjölskyldu við Eyrarflöt á Akranesi fyrir rétt tæpum þremur árum. Hún var fljót að aðlagast nýja heimilinu og lagði strax mikla áherslu á að gefa af sér til samfélagsins. Bella tók því að sér það mikilvæga starf að verða eftirlitskisa Akraness og sér hún um allt hefðbundið eftirlit um allan bæ.

Ítarlega er rætt við Bellu og umsjónarkonu hennar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir