Hið ónefnda verk eftir Krot og Krass. Ljósm. Þorleifur Geirsson.

Vegglistaverk prýðir húsgafl í Brákarey

Um liðna helgi vann listateymið Krot og Krass að gerð listaverks á gafli skemmu Borgarverks í Brákarey í Borgarnesi. Að Kroti og Krassi standa þau Björn Loki og Elsa Jónsdóttir. Verkið tengdist Plan B listahátíðinni sem haldin var um helgina. Að sögn Sigursteins Sigurðssonar eins forsprakka hátíðarinnar er ekki vitað um nafn listaverksins, en sannarlega setur það svip sinn á húsgaflinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Spíttbústaður

Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigður út til skamms... Lesa meira