Reynt að koma hvalnum til bjargar í gærkvöldi. Ljósm. af.

Grindhvalavaða við Ólafsvík í gærkveldi

Grindhvalavaða var við Ólafsvík seint í gærkvöldi. Áætlað er að um hundrað hvalir hafi verið á ferð. Fjóra hvali rak á land. Þrír þeirra komust út aftur af sjálfsdáðum, en einn þeirra gaf upp öndina í flæðarmálinu. Lítill hópur fólks reyndi að koma hvalnum til bjargar, en án árangurs. Þá komu einnig félagar úr Lífsbjörgu á gúmmíbát og stugguðu við hópnum á haf út aftur. Leiðindaveður var á svæðinu þegar þetta var; rok og mikið sjórót. Dauði grindhvalurinn liggur nú í flæðarmálinu á móts við Ólafsbraut 62.

Líkar þetta

Fleiri fréttir