Eldur í þaki La Colina

Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út um kvöldmatarleytið í gær 5. ágúst. Þá hafði glóð komist í þak veitingastaðarins La Colina í Borgarnesi en þakið er torflagt og var orðið frekar þurrt. Engar skemmdir urðu á veitingastaðnum og náðu slökkviliðsmenn að bleyta í þakinu áður en eldur næði að brjótast út. Ljóst er að verr hefði getað farið ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð Slökkviliðs Borgarbyggðar.

 

Slökkviliðsmenn að störfum í gær. Ljósm. iss

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira