Gekk fram á stolna gaskúta

Töluvert margir gestir tjaldsvæðanna í Ólafsvík og Hellissandi höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi fyrir þarsíðustu helgi og greindu frá því að gaskútum hefði verið stolið.

Kútarnir komu hins vegar í leitirnar. Íbúi á Hellissandi sem ætlaði að fara að grilla heima hjá sér gekk fram á hvorki fleiri né færri en 15 gaskúta sem hafði verið raðað inn á lóðina hjá honum. Maðurinn kannaðist ekki við kútana og gerði lögreglu því viðvart.

Maðurinn býr aðeins spölkorn frá tjaldsvæðinu á Hellissandi og þjófarnir virðast því ekki hafa farið langt með kútana. Þeir komust til skila, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir