Héraðsdómur Vesturlands lokaður tímabundið

Héraðsdómur Vesturlands er lokaður frá 1. júlí til og með 30. ágúst vegna framkvæmda við húsnæði dómsins. Verið er að breyta því og stækka skjalageymslu í húsinu. Að sögn Guðfinns Stefánssonar, aðstoðarmanns Héraðsdómara Vesturlands, þá var ákveðið að loka skrifstofunni á meðan sumarleyfi stæðu sem hæst og gefa verktökum á sama tíma nóg svigrúm til að ljúka verkinu. Allur daglegur rekstur er þó enn í fullum gangi og öllum fyrirspurnum sem berast stofnuninni er svarað þrátt fyrir framkvæmdirnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir